vefSÍÐUGERÐ

 Vefur fyrirtækis er andlit þess út á við. Upplýsingarnar inni á vefnum og framsetning þeirra getur skipt sköpum fyrir aukningu á viðskiptum, en oft er vefsíðugerðin eitthvað sem látið er sitja á hakanum, sérstaklega hjá minni fyrirtækjum með takmarkað fjármagn. Oft þarf vefur fyrirtækisins ekki að vera flókinn í uppsetningu, en flesta skortir þá tölvukunnáttu sem þarf til að setja hann upp og tímann sem þarf til að halda síðunni lifandi. Við hjá Eltu Mig tökum að okkur vefuppsetningu fyrir fyrirtæki, félagasamtök, ferðaþjónustuaðila og einstaklinga. 

SAMFÉLAGSMIÐLAR

Samfélagsmiðlar eru farnir að gegna stærra og mikilvægara hlutverki en áður í markaðssetningu og er Facebook einn sterkasti auglýsingamiðillinn í dag. Það eru langflestir komnir á samfélagsmiðlana og því er það mjög mikilvægt fyrir fyrirtæki að vera með virka og skemmtilega samfélagsmiðla sem endurspegla þjónustuna vel. Að vera með skemmtilega og gagnlega samfélagsmiðla er tímafrekt og er þar af leiðandi oft látið sitja á hakanum. Með því að vera dugleg/ur að pósta inn á samfélagsmiðlana og þá sér í lagi Facebook er þessi frábæri auglýsingamiðill fullnýttur. Við hjá Eltu Mig leggjum metnað okkar í jákvæðar og skemmtilegar en samt sem áður vandaðar stöðuuppfærslur daglega. Við hjá Eltu Mig afléttum samfélagsmiðla samviskubitinu!